Færsluflokkur: Spil og leikir

Tæknilegó nostalgíukast

Í andvöku var ég að ráfa um netið og datt inn á bricklink.com, þar sem fólk er að kaupa og selja Legókubba (hversu fáránlegt sem það hljómar). Þarna er allt, allt frá 2 tannhjólum í plastpoka, upp í sérsmíðað Liebherr kranalíkan á yfir $2000. 

854-1

Þarna fann ég líka mitt fyrsta Tæknilegó, sett númer 854, Go-Kart. Með stýri og 1 sýlindra vél. Þetta fannst mér algjör snilld, og ég man að pabba gamla fannst það líka. (Líklega þess vegna sem hann keypti þetta ;))

Eftir það var ekki aftur snúið, ég safnaði mér fyrir beltaskóflu, keypti mótor og bjó til ótrúlegustu hluti.  Ég safnði heilt sumar fyrir risastórum kassa sem sat marga mánuði niður í gamla kaupfélagi, held alveg örugglega að ég hafi skoðað þennan kassa í hvert sinn sem sveitadrengurinn fór í kaupstaðinn.

Hversu marga verkfræðinga ætli Legó hafi alið í gegn um árin?  Ég fór reyndar ekki í verkfræði, en ég lærði um stimpla, mismunadrif, tannhjól, gírkassa, hjöruliði og burðarvirki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband