Viðbjóðslegt skítapakk sem á skilið að vera rekið úr landi

Ég er að tala um ráðherra og starfsmenn Útlendingastofnunar sem tóku þessa ákvörðun.

Einhver sagði að myndband af "flutningum" minnti sig óþægilega á flutninga nasista á gyðingum í Þýskalandi, þar sem fjölskyldum var safnað saman í skjóli nætur undir lögreglu/her. 

Hvað er eiginlega í gangi hjá þessari stofnun og ráðherra hennar? Þarna er fjölskylda sem er svo sannarlega ekki að "lifa á kerfinu". Fjölskyldufaðirinn kominn í fulla vinnu, börnin kominn í skóla og una hag sínum vel, og þá sendir Útlendingastofnun 20 lögreglumenn um miðja nótt og hendir þeim úr landi. 

Er skilyrði að maður sé illmenskan uppmáluð og án nokkurar skynsemi eða náungakærleiks til að fá vinnu þarna? 

Og innanríkisráðherra hleypur í felur, hún veit upp á sig skömmina. Ég vona að henni svelgist ekki á jólasteikinni og njóti vel jólabónusins. 

 

Afsakið á meðan ég æli!


mbl.is Flutt úr landi í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Frekar hvimleið þessi klifun á að fólkið hafi verið flutt úr landi í skjóli nætur. Það vita allir Íslendingar að þegar flogið er að morgni frá Keflavík þarf oftar en ekki að koma sér af stað út á flugvöll um kl. 4 til 5 á morgnana. Þetta tilfelli er ekkert öðruvísi og fáránlegt að tengja það brottvikningunni sem slíkri. Að öðru leyti er þetta ógeðfelldur atburður sem vel hefði mátt grípa inn í ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá viðkomandi yfirvaldi.

corvus corax, 10.12.2015 kl. 12:19

2 identicon

Sæll.

Hvað er svona hræðilegt við það að fara eftir þeim reglum sem gilda? Hvað viltu fá marga útlendinga hingað? Hvenær erum við búin að hjálpa nógu mörgum?

Það gilda ákveðnar reglur um þessi mál og vel má vera að þær séu ósanngjarnar en höfum svo annað í huga: Hve mörgum getum við tekið á móti? Ef við viljum leyfa þessu fólki að vera hér hví ekki að leyfa fólki sem á um sárt að binda frá t.d. Líbýu að koma hingað? Svo hafa það ansi margir skítt í Afríku, tökumm við nokkur þúsund manns þaðan og leyfum þeim að setjast að hér. Svo má ekki gleyma fólki frá t.d. Myanmar sem hefur það ekki gott þar.

Listinn er endalaus og miklu nær fyrir okkur að hjálpa þessu fólki að hjálpa sér sjálfu eins og t.d. Þróunarsamvinnustofnun er að gera erlendis.

Hvar viltu stoppa? Það kostar líka að taka á móti flóttafólki og væri ekki  nær að nota þá fjármuni í roskna Íslendinga sem staðið hafa vaktina í samfélaginu undanfarna áratugi og tryggja þeim þá heilbrigðisþjónustu sem þeir hafa unnið sér fyrir?

@Corvus corax: Tek undir með þér nema varðandii viljann, fara á eins blint eftir reglum og hægt er svo ekki verði farið í manngreiningarálit eftir t.d. útliti eða einhverju öðru slíku.

Málið er t.d. að mikið af því fólki sem nú þykist vera flóttamenn frá Sýrlandi er ekki þaðan heldur er bara að flýja bág efnahagsleg kjör í sínu heimalandi. Í stað þess að fara annað gæti þetta fólk lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að til valda komist fólk sem vill vinna landi sínu og þjóð gagn. Það gerðum við Íslendingar og hví ekki þetta fólk? 

Helgi (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 15:09

3 Smámynd: Riddarinn

Auðvitað er þetta gert í skjóli nætur vegna þessarar móðursýki sem grípur sumt folk sem vill hleypa allt og öllum inn í landið og hugsar ekkert út í það að hleypa fólki inn er bara byrjunin à miklu stærra bæði og vandamáli og peninga austri ríkisins þvi allt kostar þetta peninga og svo eru hjartaaðgerðir fyrir litla strákinn og það er meðan það eru hundruðir manns sem bíða eftir aðgerðum í skítblönku fjársveltu heilbrigðiskerfi.

það er talað um að hver flóttamaður kosti 4,5 milljónir að meðaltali svo þetta sparaði íslenska ríkinu c.a 100 milljónir sem kannski nýtist til þess að byggja upp betra heilbrigðiskerfi eða til að kaupa húsnæði fyrir heimilislausa Íslendinga .

Riddarinn , 10.12.2015 kl. 19:10

4 identicon

þá fer sentimental kórinn í gang;o) Lög eru lög. Og í Albaníu eru sjúkrahús eins og hér. Læknar í Albaníu og hjúkrunarfólk er svo lika vel menntað og miklir fagmenn. það eru ekki til peningar hér til að reka spítala eða menntastofnair svo vel sé þannig að ég get bara ekki séð hvernig við eigum að taka hér við öllum sem vilja koma. So sorry

ólafur (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 21:17

5 identicon

það er ekkert talað um að það kosti 4,5m á ári. það er staðreynd. Og það er svo líka staðreynd að þetta fólk þarf hjálp í amk 3 ár. Menn geta svo margfaldað þá tölu með þeim fjölda sem hingað kemur. þetta er spurning um raunsæi

ólafur (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 21:20

6 identicon

Það eru ekki til neinir fullorðnir í Albaníu með sama sjúkdóm og litli strákurinn, en það er fullt af börnum sem fæðast með þennan sjúkdóm í Albaníu. Mér finnst ljótt að senda lítil börn úr landi til að deyja.

Hildur (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 19:50

7 identicon

Ef ég mætti ráða þá mætti þetta fólk búa heima hjá mér. Mér finnst þetta mjög rangt og ég fór bara að gráta. En þú líkir þessu ekki saman við Helförina, það bara gerir maður ekki, það er ekki rétt. Helförin var helförin. Nú er í tísku að tala um hana, fólk deilir myndum og til dæmis saman við hvernig er talað um múslima núna og gyðinga þá og fólk fattar ekki það er bara rasismi. Ég er líka á móti ljótu tali um múslima, en þetta er ekki sambærilegt. Það voru engir gyðingar að fremja hryðjuverk í Þýskalandi, þeir voru löghlýðnustu borgarar landsins með lægstu glæpatíðnina. Þetta er eins og að bera saman fordóma sumra svartra manna út í hvíta út af KKK, sem eru órökréttir og allt það og ekkert alveg í lagi, en skiljanlegir, og það ef Íslendingur væri haldinn heiftarlegu hatri út í íbúa Kuala Lumpur. Menn bara gera ekki svona og það er siðleysi og ég myndi segja verum bara ekkert að bera saman hluti við helförina. Mæður í helförinni þurftu mjög oft að velja milli barna, vitandi að eitt færi í gasklefann. Útlendingastofnun, skammarleg og fyrirlitleg stofnun, hefur ekki gengið svo langt og við gerum lítið úr þjáningum fórnarlamba Helfararinnar með þessum samlíkingum. 

Gunna (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 14:34

8 Smámynd: Elle_

En Ólafur, margir töluðu um kostnaðinn, ekki bara þú.  Ekkert sentimental við að minna fólk líka á að það eru læknar og spítalar í Albaníu þegar fólk lætur eins og engin læknishjálp finnist þar.  Og svo er ég alveg sammála Helga.  Líking Gunnu við helförina er "skammarleg". 

Elle_, 15.12.2015 kl. 19:28

9 Smámynd: Elle_

Nei fyrirgefðu Gunna, líkingin við helförina var skammarleg, eins og þú lýstir, ætti ég að hafa sagt.  En Útlendingastofnun gerði ekkert skammarlegt nema fara að lögum. 

Elle_, 15.12.2015 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband