18.4.2016 | 16:47
Nei takk, kæri Ólafur!
Við þurfum ekki fleiri gamla tækifærispólitíkusa. Tími Ólafs er liðinn. Mér sýnist að eina mál næsta þings verði ný stjórnarskrá. Það hefur sýnt sig undanfarið að sú gamla er ónothæf.
Þjóðin þarf meira vald til að geta skipt út spilltum stjórnmálamönnum, flokkarnir eru greinilega ófærir um það sjálfir.
Ólafur aftur í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á hvaða forsendu heldur þú því fram að stjórnarskráin sé "ónothæf"? Ef þú vilt vald til þess að skipta stjórnmálamönnum út þarf bara að breyta fyrirkomulagi um flokkslista og forkosningar, og e.t.v. að taka upp sið sumra fylkja BNA með "afturkalls" kosningar. Það þarf ekki að kasta allri stjórnarskránni út til þess, ósköp venjuleg stjórnarskrárbreyting nægir.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 16:54
Láttikisona. Dorrit er fín!!!
Kísóla (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 16:56
Jón Ragnarsson. Gamla stjórnarskráin (frá 1874) féll úr gildi árið 1944 og síðan þá hefur sú nýja verið í gildi. Ég geri ráð fyrir að það sé sú síðarnefnda sem þú átt við.
Gætirðu útskýrt fyrir mér og öðrum lesendum hér, hvað það er nákvæmlega í núgildandi stjórnarskrá sem þér finnst gera hana "ónothæfa"?
Er það þingræðisreglan? Þrískipting ríkisvaldsins? Þjóðkirkjuákvæðin? Tjáningarfrelsið? Jafnræðisreglan? Eignarréttarákvæðið? Bann við afturvirkni skatta?
Eða finnst þér hún slæm af því bara, eða vegna þess að hún er gömul, eða skrifuð með leturgerð sem þér hugnast ekki, eða bara vegna þess að ... "helvítisfokkingfokk"?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2016 kl. 17:04
Ágæti Egill Vondi. Það sást nú t.d. síðast um daginn í þinginu. Þegar menn flykktu sig í "sín lið" þegar vantrausttillaga á ríkisstjórnina kom fram. Lýðræðið hefur engin völd til að koma klíkuliðinu frá völdum annað en að kjósa á 4 ára fresti. Og flokkarnir sjá til þess að aðeins "velþóknanlegt" fólk kemst til áhrifa. Ég er ekki að segja að það sé ákveðið í einhverjum reykfylltum herbergjum hverjir nái áhrifum innan flokka og komist á þing, heldur hefur kerfið bara þróast svona án þess að fólk hafi gert sér grein fyrir því.
Hvers vegna erum við t.d. með gamlan braskara sem fjármálaráðherra? Á ég að trúa því að stærsti flokkur landsins hafi engan frambærilegri mann?
Við þurfum tæki til að hafa beinni áhrif á stjórn.
Jón Ragnarsson, 18.4.2016 kl. 17:23
Jón, ég hefði enn áhuga á að fá svar við framangreindri spurningu minni um hvað nákvæmlega þér finnist vera í núgildandi stjórnarskrá sem geri hana "ónothæfa" að þínu mati?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2016 kl. 17:26
Ágæti Jón Ragnarsson, athugaðu tillögu mína til úrbóta - ef það er vald til að losna við kíkur úr valdastólum er nóg að innleiða afturkalls kosningar og bæta lista- og forkosningakerfið. Restin af stjórnarskránni virkar mætavel. Maður hendir ekki öllum bílnum ef nokkrir varahlutir eru laskaðir.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 17:32
Ég held að Bjarni Ben verði nú ekki talinn gamall maður, svo má deila um hvort að hann sé braskari eða ekki.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 18.4.2016 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.