3.4.2008 | 13:20
Snýst ekki um olíuverð undir niðri
Þó svo að þessi mótmæli snúist í orði um olíuverð, þá kraumar undir niðri almenn óánægja með yfirvöld. Núverandi (og kannski að hluta til fyrrverandi) hefur nákvæmlega ekkert til að hafa hemil á bönkum, spákaupmönnum, bröskurum og öðru löglegum þjófum. Vextir eru í hæstu hæðum, verðbólgan fer samt ekki niður, og síðan leggjast okurvextir ofaná verðtryggingu og verðbólgu. Finnst fólki þetta eðlilegt? Svo kemur Geir í fjölmiðla og segist ekki ætla að gera rassgat?!?....
![]() |
Mikill hiti í bílstjórum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
Það má alltaf deila um yfirvöld. En þetta er nú einu sinni lýðræðisræki og hérna eru haldnar kosningar á 4 ára fresti þar sem fólki gefst kostur á að kjósa þá sem fólk vill fá á Alþingi. Ég tel svona mótmæli engan veginn eiga rétt á sér, fólk getur bara kennt sjálfum sér um, það átti bara að kjósa einhvern annan flokk í kosningunum.
Kjartan (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:31
Hvað með þá sem kusu Samfylkingu í síðustu kosningum??? Eru þeir ekki ánægðir, Samfylkinging með sína "jafnaðarstefnu" er í stjórn og það virðist vera það eina sem skiptir máli........
Eiður Ragnarsson, 11.4.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.